Bandaríski leikarinn William Baldwin, betur þekktur sem Billy Baldwin, er alls ekki ánægður með orð fyrrverandi mótleikkonu sinnar, Sharon Stone, um þvingað kynlíf leikaranna á tökusetti kvikmyndarinnar Sliver frá árinu 1993. Stone ræddi um umrætt atvik í hlaðvarpsþætti Louis Theroux á mánudag.
Baldwin, einn hinna alræmdu Baldwin-bræðra, birti færslu á samfélagsmiðlinum X, áður þekktur sem Twitter, í gærdag þar sem hann svaraði fyrir tilhæfulausar ásakanir í sinn garð.
Leikarinn skilur hvorki upp né niður í Stone að vera að draga þetta upp á yfirborðið rúmum þrjátíu árum síðar og segir þetta stórlega ýkta lygasögu. Baldwin viðurkennir einnig að hann búi yfir nægum upplýsingum og sora um Stone og spyr fylgjendur sína hvort hann eigi að gefa út bók og uppljóstra öllu.
Á mánudag nafngreindi Stone manninn sem átti að hafa þvingað hana til að stunda kynlíf með Baldwin. Tilgangur þess var að ná fram betri frammistöðu hjá leikurunum, þá sérstaklega Baldwin.
Leikkonan, sem er einna þekktust fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Basic Instinct, sagði sökudólginn hafa verið Robert Evans, en sá var þekktur leikari og síðar kvikmyndaframleiðandi.
Not sure why Sharon Stone keep talking about me all these years later?
— Billy Baldwin (@BillyBaldwin) March 12, 2024
Does she still have a crush on me or is she still hurt after all these years because I shunned her advances?
Did she say to her gal pal Janice Dickinson the day after I screen tested and ran into them on our… pic.twitter.com/PtgqMC6Sgz