Gekkst undir tvöfalt brjóstnám

Munn tjáði sig um veikindi sín og þakkaði heilbrigðisstarfsfólki, fjölskyldu …
Munn tjáði sig um veikindi sín og þakkaði heilbrigðisstarfsfólki, fjölskyldu og fleirum fyrir ómetanlegan stuðning. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Olivia Munn greindi frá því fyrr í dag að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein á síðasta ári. Munn birti langa færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagði meðal annars frá því að hafa gengist undir tvö­falt brjóst­nám aðeins 30 dögum eftir greiningu. 

Munn, 43 ára, fékk þær upplýsingar að hún væri ekki með BRCA-genið, genið sem eykur verulega líkur á krabbameini, eftir að hafa farið í heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. 

Kvensjúkdómalæknir Munn, Dr. Aliabadi, var ekki sannfærður um niðurstöður rannsóknarinnar og ákvað að senda leikkonuna í frekari rannsóknir. Þá kom í ljós að Munn var með Luminal B-krabbamein í báðum brjóstum. 

Munn hélt veikindum sínum leyndum en ákvað að deila sögu sinni með fylgjendum sínum í von um að hún verði öðrum til hjálpar.

Leikkonan er á góðum batavegi, en hún sótti Óskarspartí Vanity Fair á sunnudag ásamt sambýlismanni sínum, John Mulaney.

View this post on Instagram

A post shared by o l i v i a (@oliviamunn)

View this post on Instagram

A post shared by o l i v i a (@oliviamunn)



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka