Gekkst undir tvöfalt brjóstnám

Munn tjáði sig um veikindi sín og þakkaði heilbrigðisstarfsfólki, fjölskyldu …
Munn tjáði sig um veikindi sín og þakkaði heilbrigðisstarfsfólki, fjölskyldu og fleirum fyrir ómetanlegan stuðning. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Oli­via Munn greindi frá því fyrr í dag að hún hefði greinst með brjóstakrabba­mein á síðasta ári. Munn birti langa færslu á In­sta­gram-síðu sinni þar sem hún sagði meðal ann­ars frá því að hafa geng­ist und­ir tvö­falt brjóst­nám aðeins 30 dög­um eft­ir grein­ingu. 

Munn, 43 ára, fékk þær upp­lýs­ing­ar að hún væri ekki með BRCA-genið, genið sem eyk­ur veru­lega lík­ur á krabba­meini, eft­ir að hafa farið í heil­brigðis­skoðun og lækn­is­rann­sókn. 

Kven­sjúk­dóma­lækn­ir Munn, Dr. Alia­ba­di, var ekki sann­færður um niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar og ákvað að senda leik­kon­una í frek­ari rann­sókn­ir. Þá kom í ljós að Munn var með Lum­inal B-krabba­mein í báðum brjóst­um. 

Munn hélt veik­ind­um sín­um leynd­um en ákvað að deila sögu sinni með fylgj­end­um sín­um í von um að hún verði öðrum til hjálp­ar.

Leik­kon­an er á góðum bata­vegi, en hún sótti Óskar­spartí Vanity Fair á sunnu­dag ásamt sam­býl­is­manni sín­um, John Mula­ney.

View this post on In­sta­gram

A post shared by o l i v i a (@oli­viamunn)

View this post on In­sta­gram

A post shared by o l i v i a (@oli­viamunn)



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöðuna. Leiða þarf saman leik og starf. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöðuna. Leiða þarf saman leik og starf. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir