Sjónvarpsserían Stóri bróðir tekur á sig mynd

Það er til mikils að hlakka.
Það er til mikils að hlakka. Samsett mynd

Kvik­mynda­fram­leiðslu­fyr­ir­tækið ACT4 hef­ur ráðið Anítu Briem, Önnu Gunn­dísi Guðmunds­dótt­ur og Teit Magnús­son sem höf­unda til að skrifa sjón­varpsþáttaröð byggða á bók­inni Stóra bróður eft­ir Skúla Sig­urðsson. Ólaf­ur Darri Ólafs­son, einn eig­enda ACT4, verður yf­ir­höf­und­ur í höf­unda­her­berg­inu. 

„Við hjá ACT4 erum á loka­metr­un­um í samn­ingaviðræðum við stór­an er­lend­an aðila um þetta verk­efni og nú er komið að því að byrja að breyta bók í sjón­varpsþætti. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta öfl­uga teymi til að skrifa þáttaröðina með mér,“ seg­ir Ólaf­ur Darri Ólafs­son. 

„Við erum byrjuð að kafa og ég held að út­kom­an verði mögnuð. Bók­in er frá­bær grunn­ur og þess­ir höf­und­ar sprengja á mér haus­inn á hverj­um degi,“ út­skýr­ir Ólaf­ur Darri.

Þarna eru komn­ir sam­an mikl­ir reynslu­bolt­ar í fag­inu

Aníta og Anna Gunn­dís eru leik­kon­ur og hafa komið að fjöl­mörg­um verk­efn­um inn­an­lands sem er­lend­is, en auk þess hafa þær báðar reynslu af höf­unda­störf­um. Aníta skrifaði þáttaröðina Svo lengi sem við lif­um sem sýnd var á Stöð 2 síðasta haust.

Anna Gunn­dís hef­ur M.F.A. gráðu í hand­rita­skrif­um og leik­stjórn frá Tisch School of the Arts frá NYU og Teit­ur er menntaður í hand­rita­skrif­um og leik­stjórn frá Kvik­mynda­skóla Íslands og hef­ur auk þess skrifað og leik­stýrt kvik­mynd­inni Ugl­ur sem var frum­sýnd á RIFF 2021.

Anna Gunndís, Aníta og Teitur munu ásamt Ólafi Darra skrifa …
Anna Gunn­dís, Aníta og Teit­ur munu ásamt Ólafi Darra skrifa sjón­varpsþáttaseríu byggða á spennu­sög­unni Stóra bróður. Sam­sett mynd

Bók­in Stóri bróðir er fyrsta bók Skúla Sig­urðsson­ar og hlaut ís­lensku glæpa­sagna­verðlaun­in Blóðdrop­ann árið 2022 og hef­ur verið til­nefnd til nor­rænu glæpa­sagna­verðlaun­anna Gler­lyk­ils­ins í ár. Bóka­út­gáf­an Drápa gaf út Stóra bróður.

ACT4 er sjálf­stætt ís­lenskt sjón­varps- og kvik­mynda­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki stofnað af fram­leiðend­um, höf­und­um og leik­ur­um sem hafa átt far­sæl­an fer­il.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hugurinn er á fullu við að mynda sér skoðanir en munninn ættir þú að nota til þess að hrósa fólki. Skynsemi þín mun koma þér að góðum notum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hugurinn er á fullu við að mynda sér skoðanir en munninn ættir þú að nota til þess að hrósa fólki. Skynsemi þín mun koma þér að góðum notum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant