Katrín prinsessa af Wales og eiginmaður hennar Vilhjálmur Bretaprins sáust saman á mynd á mánudag.
Eftir að myndin birtist, af hjónunum í bíl saman, spruttu upp kenningar um að átt hefði verið við myndina eins og gert var við mynd um helgina.
Kate is pictured leaving Windsor Castle in car with William as she heads for 'private appointment' - while Prince makes his way to Commonwealth Service at Westminster Abbey https://t.co/AvKwpGbyMK pic.twitter.com/2haLXHkHJc
— Daily Mail Online (@MailOnline) March 11, 2024
Í byrjun vikunnar neyddist Katrín til að senda frá sér yfirlýsingu og biðjast afsökunar á því að átt hefði verið við mynd af henni sem birtist um helgina.
Í ljósi þess að einni mynd af Katrínu var breytt telja sumir að ekki sé hægt að treysta því sem kemur frá kongungsfjölskyldunni.
Myndaveitan Goff Photos dreifði mynd af Katrínu og Vilhjálmi í Range Rover bíl við Windsor-kastala. Kemur fram á vef E! að myndin hafi einungis verið lýst og klippt. Að öðru leyti hafi myndinni ekki verið breytt.
Því hefur meðal annars verið haldið fram að Katrín líti út eins og hún gerði á viðburði árið 2016. Einnig hefur því verið haldið fram að múrsteinarnir á myndinni líti ekki út eins og þeir eigi að gera.
Katrín var sögð hafa gengist undir aðgerð á kviðarholi í janúar og hefur ekki sést opinberlega síðan þá.
Fjarvera hennar hefur ollið fjaðrafoki. Aðgerðin á kviðarholi hefur ekki verið útskýrð og myndin um helgina sem átti að róa fólk gerði bara illt verra.