Sýna ógnvekjandi hversdagsleika nasista

„Við stöndum hér nú, sem menn sem neita að líða …
„Við stöndum hér nú, sem menn sem neita að líða það að gyðingdómur þeirra og helförin séu sölsuð undir sig af hernámi sem hefur leitt til átaka fyrir fjöldann allan af saklausu fólki,“ sagði Glazer. AFP

„Kvikmyndin okkar sýnir hvað afmennskun í sinni verstu mynd leiðir af sér,“ sagði leikstjórinn Jonathan Glazer er hann tók á móti Óskarsverðlaununum á sunnudag fyrir kvikmyndina The Zone of Interest.

Leikstjórinn notaði tækifærið og tjáði sig um átökin á Gasasvæðinu.

Þessi sálfræðilega hryllingsmynd var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og vann í flokki alþjóðlegra kvikmynda en myndin fjallar um ógnvekjandi hversdagsleika þeirra sem unnu voðaverkin gegn gyðingum í helförinni.

Er þetta í fyrsta sinn sem framlag frá Bretlandi hlýtur Óskarsverðlaunin í þessum flokki, en flokkurinn er ætlaður kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna.

Tjáði sig um átökin á Gasasvæðinu

Í ræðu sinni sagði leikstjórinn, sem sjálfur er gyðingur, þá afmennskun sem hefði einkennt helförina hafa mótað bæði fortíð okkar og samtíma.

„Við stöndum hér nú, sem menn sem neita að líða það að gyðingdómi þeirra og helförinni sé stolið af hernámi sem hefur leitt til átaka fyrir fjöldann allan af saklausu fólki,“ sagði Glazer.

„Hvort sem það eru fórnarlömbin í Ísrael 7. október eða áframhaldandi árásirnar á Gasa. Öll þessi fórnarlömb afmennskunar, hvernig stöndum við gegn því?“

„Hversu lík erum við þeim?“

Myndin sýnir hversdagslíf fjölskyldu Rúdolfs Höss, yfirmanns í Auschwitz – stærstu fanga- og útrýmingarbúðum nasista, en fjölskylda Höss bjó við hlið fangabúðanna. 

Í myndinni má heyra öskur og byssuskot og sjá reykmökkinn stíga úr líkbrennsluofnunum á meðan Höss og fjölskylda hans leika sér í sundlauginni, sinna garðyrkju og snæða kvöldverð eins og ekkert sé eðlilegra.

Glazer hefur áður sagt að myndin leitist við að varpa ljósi á líf Höss og fjölskyldu hans í útrýmingarbúðunum þar sem áhorfandinn sjái þau ekki sem augljós illmenni, heldur óhugnanlega venjulega fjölskyldu.

„Það sem drífur þetta fólk áfram er eitthvað sem við könnumst öll við – fallegt hús, fallegur garður, heilbrigð börn,“ sagði Glazer í samtali við AFP á Cannes-kvikmyndahátíðinni í fyrra.

„Hversu lík erum við þeim?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir