John Oliver tjáði sig um „KateGate“

John Oliver segir málið vera farsa.
John Oliver segir málið vera farsa. Samsett mynd

Breski spjallþáttastjórnandinn John Oliver var gestur Andy Cohen í viðtalsþætti hans á þriðjudag. Meðal umfjöllunarefna var breska konungsfjölskyldan og hvarf Katrínar, prinsessu af Wales, úr sviðsljósinu.

„Ég var búinn að missa allan áhuga á umræðunni,“ sagði Oliver sem viðurkenndi að myndamálið, hið svokallaða „KateGate“, hafi sogað sig inn í hringiðuna á ný. 

Ekki komið fram opinberlega

Ýmsar kenningar hafa sprottið upp síðastliðnar vikur, allt frá því að hún sé listamaðurinn Banksy, hafi látist stuttu eftir aðgerðina, sé að jafna sig eftir brasilíska rasslyftingu til óléttu hjákonu Vilhjálms.

Katrín hefur ekki komið fram opinberlega frá því hún gekkst undir kviðholsaðgerð í Lundúnum þann 16. janúar.

Katrín og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, sáust saman á mynd á mánudag. Eftir að myndin birtist, af hjónunum í bíl saman, spruttu upp kenningar um að átt hefði verið við myndina eins og gert var við mynd af Katrínu og börnum hennar um helgina.

Weekend at Bernie's

Oliver, sem er þekktur fyrir svartan húmor, hélt ekki aftur af sér og sagði málið vera orðið að farsa, en hann líkti því við klassísku grínmyndina Weekend at Bernie's

„Ég er ekki að segja að hún sé dáin en það er möguleiki þar til annað er sýnt og sannað.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir