YouTube-stjarna látin eftir baráttu við leghálskrabbamein

Jessica Pettway hefur verið vinsæl á YouTube. Hún deildi lífstíls-, …
Jessica Pettway hefur verið vinsæl á YouTube. Hún deildi lífstíls-, förðunar- og tískuráðum með hátt í 230.000 fylgjendum sínum. Samsett mynd

YouTube-stjarnan Jessica Pettway er látin aðeins 36 ára að aldri. Hún lést í byrjun síðustu viku eftir rúmlega eins árs baráttu við leghálskrabbamein.

Systir áhrifavaldsins, Reyni Brown, greindi frá andlátinu á Instagram á föstudag. „Ég á afmæli í dag. Ég á ekki nema eina afmælisósk og ósk mín er sú, að Guð sendi þig aftur til jarðar,” skrifaði Brown þann 15. mars síðastliðinn, aðeins tveimur dögum eftir andlátið.

Pettway greindi frá krabbameinsgreiningunni í júlí en hún greindist í febrúar. Í fyrstu var hún ranggreind með góðkynja æxli en stuttu síðar kom í ljós að hún væri að glíma við þriðja stigs leghálskrabbamein.

Pettway lætur eftir sig eiginmann og tvær ungar dætur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup