Hollywood-stjörnur slíta trúlofuninni

Megan Fox og Machine Gun Kelly.
Megan Fox og Machine Gun Kelly. AFP

Leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly hafa slitið trúlofun sinni. Fox greindi frá þessu í hlaðvarpsviðtali á miðvikudag en gaf ekki upp sambandsstöðu parsins. 

Að sögn vina og vandamanna þá hefur samband parsins verið stormasamt og hafa þau verið sundur og saman í þó nokkurn tíma. Fox og Kelly, sem heitir réttu nafni Colson Baker, búa sitt í hvoru lagi. Parið er sagt hafa tekið þá ákvörðun í sameiningu. 

„Þau eru ekki á góðum stað í sambandinu en það breytist með hverjum deginum,“ sagði heimildarmaður Us Weekly

Fox og Kelly opinberuðu samband sitt í júní 2020. Parið trúlofaði sig í ársbyrjun 2022. 

Fox var áður gift leikaranum Brian Austin Green, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttaröðinni Beverly Hills 90210. Fyrrverandi hjónin gengu frá lögskilnaði sínum einum mánuði eftir að Fox trúlofaðist Kelly. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan