Hollywood-stjörnur slíta trúlofuninni

Megan Fox og Machine Gun Kelly.
Megan Fox og Machine Gun Kelly. AFP

Leik­kon­an Meg­an Fox og tón­list­armaður­inn Machine Gun Kelly hafa slitið trú­lof­un sinni. Fox greindi frá þessu í hlaðvarps­viðtali á miðviku­dag en gaf ekki upp sam­bands­stöðu pars­ins. 

Að sögn vina og vanda­manna þá hef­ur sam­band pars­ins verið storma­samt og hafa þau verið sund­ur og sam­an í þó nokk­urn tíma. Fox og Kelly, sem heit­ir réttu nafni Col­son Baker, búa sitt í hvoru lagi. Parið er sagt hafa tekið þá ákvörðun í sam­ein­ingu. 

„Þau eru ekki á góðum stað í sam­band­inu en það breyt­ist með hverj­um deg­in­um,“ sagði heim­ild­armaður Us Weekly

Fox og Kelly op­in­beruðu sam­band sitt í júní 2020. Parið trú­lofaði sig í árs­byrj­un 2022. 

Fox var áður gift leik­ar­an­um Bri­an Aust­in Green, sem marg­ir þekkja úr sjón­varpsþáttaröðinni Bever­ly Hills 90210. Fyrr­ver­andi hjón­in gengu frá lögskilnaði sín­um ein­um mánuði eft­ir að Fox trú­lofaðist Kelly. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell