Katrín í krabbameinsmeðferð

Katrín prinsessa af Wales.
Katrín prinsessa af Wales. AFP/Adrian Dennis

Katrín prinsessan af Wales hefur greinst með krabbamein. Hún er í meðferð vegna þessa. BBC greinir frá.

Katrín segir frá þessu í tilkynningu á samfélagsmiðlum en meðferðin er nýlega hafin.

Henni segist líða vel og vera að styrkjast dag frá degi. Engu að síður hafi fréttirnar verið ákveðið áfall fyrir hana og síðustu mánuðir hafi verið ótrúlega erfiðir.

Óvíst hvernig krabbamein sé um að ræða

Ekki hefur verið greint frá því hvers kyns krabbamein Katrín sé með, en í tilkynningu Kensington hallar segir að talið sé að hún nái fullum bata.

Katrín fór í aðgerð á kviðarholi í janúar, en hún segir að ekki hafi verið vitað af krabbameininu þá.

„Eftir aðgerðina kom þó í ljós að krabbamein hafi verið til staðar,“ segir Katrín. Þá hafi henni verið ráðlagt að hefja strax geislameðferð, sem hún gerði fyrir stuttu.

Í tilkynningu frá Kensingtonhöll segir að tilkynning Katrínar hafi verið tekið upp á miðvikudaginn með aðstoð BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir