Húsið á sléttunni fagnar 50 ára afmæli í ár

Aðdáendur elskuðu að fylgjast með ævintýrum Ingalls-fjölskyldunnar.
Aðdáendur elskuðu að fylgjast með ævintýrum Ingalls-fjölskyldunnar. Samsett mynd

Margir muna eftir þáttaröðinni Húsið á sléttunni (e. Little House on the Prairie), en hún var sýnd við miklar vinsældir á árunum 1974 til 1983. Þættirnir voru byggðir á samnefndri röð barnabóka eftir Lauru Ingalls Wilder og fjalla um Ingalls-fjölskylduna sem bjó á bóndabæ í Walnut Grove í Minnesota á árunum 1870 til 1880. 

Í ár verða 50 ár frá því að fyrsti þátturinn fór loftið og því um að gera að rifja upp meðlimi Ingalls-fjölskyldunnar. 

Michael Landon

Michael Landon fór með hlutverk Charles Ingalls. Landon var vel þekktur sjónvarpsleikari og fór með hlutverk í þáttaröðum á borð við Bonanza og Highway to Heaven. Þekktasta hlutverk hans var sem fjölskyldufaðirinn í Húsinu á sléttunni

Landon lést árið 1991 aðeins 54 ára að aldri. Banamein hans var briskrabbamein. 

Michael Landon lést árið 1991.
Michael Landon lést árið 1991. Samsett mynd

Karen Grassle

Karen Grassle hreppti hlutverk eiginkonunnar, Caroline Ingalls. Hlutverkið var eitt af hennar fyrstu á sjónvarpsskjánum en Grassle lék mest á sviði. 

Árið 2021 gaf hún út endurminningar sínar, Grassle, Bright Lights, Prarie Dust: Reflections on Life, Loss and Love. Í bókinni fjallaði hún ítarlega um baráttu sína við alkóhólisma og greindi einnig frá erfiðleikum á tökusetti þáttanna.

Grassle, sem er orðin 82 ára gömul, hefur sagt skilið við leiklistina en hún lék sitt síðasta hlutverk árið 2021 í kvikmyndinni Not Forget

Karen Grassle er 82 ára í ár.
Karen Grassle er 82 ára í ár. Samsett mynd

Melissa Gilbert 

Bandaríska leikkonan Melissa Gilbert fór með hlutverk Lauru Ingalls Wilder, sem var önnur elsta dóttir Ingalls-hjónanna. Gilbert var aðeins tíu ára gömul þegar hún hreppti hlutverkið. 

Leikkonan hefur lítið sést á skjánum síðustu ár, en hún tók þátt í raunveruleikaþáttaröðinni Dancing with the Stars árið 2012 og endaði í fimmta sæti. Gilbert fagnar sextugsafmæli sínu í byrjun maí. 

Melissa Gilbert var aðeins tíu ára þegar hún byrjaði að …
Melissa Gilbert var aðeins tíu ára þegar hún byrjaði að leika Lauru Ingalls. Samsett mynd

Melissa Sue Anderson

Það hefur lítið frést af leikkonunni Melissu Sue Anderson, en hún átti hug og hjörtu aðdáenda í hlutverki sínu sem elsta dóttir Ingalls-hjónanna, Mary Ingalls. Leikkonan verður 62 ára í september. 

Melissa Sue Anderson í hlutverki sínu sem Mary Ingalls og …
Melissa Sue Anderson í hlutverki sínu sem Mary Ingalls og eins og hún lítur út núna. Samsett mynd

Rachel Lindsay Rene Bush og Sidney Robin Danae Bush

Tvíburasysturnar gerðu garðinn frægan í hlutverki Carrie Ingalls, en systurnar skiptust á að leika yngstu dóttur Ingalls-hjónanna. Systurnar hættu báðar í leiklistinni stuttu eftir að Húsið á sléttunni kvaddi skjáinn. 

Tvíburasysturnar á tökusetti. Til hægri má sjá Rachel Lindsay.
Tvíburasysturnar á tökusetti. Til hægri má sjá Rachel Lindsay. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka