Efaðist aldrei um að fara með lagið út

Söngkonan, fasteignasalinn og verðandi lögfræðingurinn Hera Björk Þórhallsdóttir hefur aldeilis fengið að finna fyrir öllum tilfinningaskalanum eftir að hún sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins á dögunum. Fólk skiptist í fylkingar með eða á móti því að Hera ætti að fara út og keppa fyrir Íslands hönd í Malmö í maí.

Í nýjasta þætti af Dagmálum ræðir Hera mánuðina fyrir keppni, hvernig hún varð ástfangin af laginu Scared of heights og vikurnar eftir Söngvakeppnina.

Aldrei efi um að fara með lagið til Malmö

Hera varð ástfangin af laginu við fyrstu hlustun og ákvörðunin um að fara út til Malmö og keppa fyrir hönd Íslands var því auðveld. Hún efaðist aldrei um að fara alla leið ef hún myndi standa uppi sem sigurvegari. 

„Það fylgdi því engin efi því lagið náði mér strax, eins og í hin skiptin á undan þegar ég fékk Someday í fangið, þegar ég og Öggi sátum yfir Je ne sais quoi og það var bara já þetta er það! Þetta er komið! Nú er það lent!“ segir Hera með tilþrifum.

Með sigri þarf að setja allt lífið til hliðar fyrir keppnina

Hera stundar nám við lögfræði samhliða starfi sínu sem fasteignasali. Einnig kemur hún fram sem söngkona og veislustýra. Hún segir að þegar ákvörðun er tekin um þátttöku í Eurovision þurfi að gera ráð fyrir að setja allt lífið til hliðar um stund til að sinna keppninni og því sem henni fylgir.

„Það verða næstu mánuðir. Svona sex til átta mánuðir verða bara eitt stórt spurningamerki. Og maður getur rosa lítið ákveðið eða planað annað en að plana Eurovision.“

Hera talar um þegar hún fór til Noregs árið 2010 og keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision. Hún segir að vinnan sé ekki einungis þegar keppnin sjálf er í gangi. Vinnan eftir að heim var komið var mikil.

„Það skiptir engu máli í hvaða sæti þú lendir“

Hera fór út til Ósló og segir það ekki skipta máli í hvaða sæti þú lendir í aðalkeppninni, en hún endaði í 19. sæti það ár.

Hún segir það sem virkilega skiptir máli er hvernig þú vinnur með þær tengingar sem myndast eftir að heim er komið. Þegar heim var komið frá Noregi sátu hún og Valgeir Magnússon, fjölmiðlafulltrúi hennar og umboðsmaður, með fangið fullt af símanúmerum og tengiliðum sem vildi fá söngkonuna í hin ýmsu verkefni.

„Fjórtán árum síðar er ég enn þá að,“ sagði Hera.

Brot úr viðtal­inu má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Dag­mál eru í heild sinni aðgengi­leg fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins en einnig er hægt ger­ast áskrif­andi að vikupassa Dag­mála.

Smelltu hér til að horfa á Dag­mál

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar