Harðar deilur standa enn yfir á milli stórleikanna Angelinu Jolie og Brad Pitt. Fyrrverandi Hollywood-hjónin skildu árið 2016 eftir 12 ára samband og hafa meðal annars staðið í harðri forræðisdeilu, alla daga síðan.
Jolie, sem sakaði Pitt um að hafa átt í átökum við elsta son þeirra, Maddox Chivan, um borð í einkaþotu árið 2016, heldur því nú fram að aggressíf hegðun Pitt í hennar garð hafi byrjuð fyrir hið umdeilda atvikið.
Lögfræðiteymi Jolie lagði fram skjöl á fimmtudag sem eru sögð gefa skýra mynd af hegðun og framkomu Pitt í gegnum árin.
Hann er meðal annars sagður hafa þvingað Jolie til að skrifa undir ákvæði um þagnarskyldu og reynt að koma í veg fyrir sölu á hlut hennar í franskri vínekru, Miraval, sem fyrrverandi hjónin festu kaup á árið 2008. Pitt er sagður hafa samþykkt söluna í fyrstu en á að hafa afturkallað ákvörðun sína stuttu síðar vegna hræðslu um opinberun viðkvæmra persónuupplýsinga.
Pitt og Jolie tilkynntu um skilnað sinn í september 2016. Síðan þá hafa lögmenn þeirra verið með annan fótinn í dómssal.
Saman eiga stjörnurnar sex börn, en Zahara og Maddox eru hætt að kenna sig við Pitt og hafa fjarlægt föðurnafnið úr eftirnafni sínu. Pitt á í litlum sem engum samskiptum við börnin.