Komin aftur í fang fyrrverandi unnusta síns

Gypsy Rose Blanchard hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum. …
Gypsy Rose Blanchard hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum. Aðeins þrír mánuðir eru frá því hún losnaði úr fangelsi. Samsett mynd

Gypsy Rose Blanchard, sem hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir að myrða móður sína, tilkynnti um skilnað sinn og Ryan S. Anderson nú á dögunum. Blanchard og Anderson kynntust í gegnum bréfaskriftir og gengu í hjónaband í júlí árið 2022 þegar Blanchard var enn á bak við lás og slá. Hún losnaði úr fangelsi eftir átta ára fangelsisvist þann 28. desember í fyrra. 

Á fimmtudag birti Blanchard langa færslu á Facebook-síðu sinni og greindi frá skilnaði hjónanna. 

„Margir hafa komið að máli við mig og spurt mig um hvað sé að gerast í einkalífinu. Það hryggir mig að segja frá því að við hjónin erum að ganga í gegnum skilnað,“ útskýrði Blanchard sem greindi einnig frá því að hún væri flutt út af heimilinu sem þau hjónin deildu, síðastliðna þrjá mánuði. 

„Ég hef fengið mikinn stuðning og góða hjálp frá fjölskyldu og vinum. Ég er á fullu að læra að hlusta á hjartað. Nú þarf ég góðan tíma til að finna út hver ég er og hvað ég þrái,“ kom einnig fram í tilkynningunni. 

Sást leiða fyrrverandi unnusta sinn

Blanchard, sem er í dag 32 ára gömul, greindi ekki frá ástæðu skilnaðarins en hún sást nýverið ásamt fyrrverandi unnusta sína, Ken Urker. Parið sást meðal annars leiðast um götur Louisiana á miðvikudag og fékk sér einnnig eins húðflúr. 

Stuttu eftir að Blanchard losnaði úr fangelsi, byrjaði hún á öllum helstu samfélagsmiðlasíðum og sankaði að sér gríðarlegum fjölda fylgjenda. Nú virðist sem að Blanchard hafi eytt öllum samfélagsmiðlasíðum sínum, en Instagram- og TikTok-reikningar hennar eru óvirkir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka