Hatrið hjálpar ekki

Hera Björk Þórhallsdóttir vann söngvakeppnina í ár en krafa um að sniðganga keppnina hefur hljómað hátt í samfélaginu. Líkt og kunngjört er um hafði Hera ákveðið að hún myndi fara með lagið Scared of heights út til Malmö ef hún bæri sigur úr býtum. Sem síðar varð raunin.

Fjöldi reiðiskilaboða og ómálefnalegra ummæla á athugasemdakerfum um Heru hafa fallið í kjölfar sigursins og sett svartan blett á keppnina.

„Ég ber alveg virðingu fyrir þinni skoðun, ég myndi hvetja þig til að beina þessari orku og þessum miklu tilfinningum annað, og þangað sem mögulega hægt er að fá úrlausn,“ segir Hera í Dagmálum.

Listafólk á að vera gagnrýnið

Mörg ummæli hafa verið látin falla um ákvörðun Heru Bjarkar um að fara út í Söngvakeppnina í ár og meðal ummæla er að listafólk eigi ekki að vera gagnrýnið og taka afstöðu um pólitísk mál. 

„Ég ætla bara að fá að taka stimpilinn listafólk þá af mér. Ég er söngkona, ég er sögukona,“ segir Hera um þessa gagnrýni. 

Leggur mikið upp úr áhrifaríkum flutningi

Hera vill mæta í Eurovision í ár og hafa jákvæð áhrif með því að eiga samtöl við fólk og koma með frið og kærleika í hjarta inn í keppnina.

Lagið Scared of heights fjallar um að yfirvinna ótta og standa uppi sem sigurvegari og Hera vill að sá boðskapur verði fyrirferðarmikill og heyrist hátt. 

„Ef ég get gefið þér knús þá vil ég fá að gera það því það er það eina sem ég get gert fyrir þig af því að hatrið er ekki að hjálpa okkur neitt, hvorki mér né þér.“

Brot úr viðtal­inu má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. Dag­mál eru í heild sinni aðgengi­leg fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins en einnig er hægt ger­ast áskrif­andi að vikupassa Dag­mála.

Smelltu hér til að horfa á Dag­mál.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir