Hjónabandið á enda

Cohen og Fisher kynntust áður en þau urðu fræg.
Cohen og Fisher kynntust áður en þau urðu fræg. Skjáskot/Instagram

Leikarahjónin Sacha Baron Cohen og Isla Fisher greindu frá því á dögunum að þau væru að skilja. Hin ástr­alska Fis­her og hinn enski Cohen gengu í hjóna­band árið 2010 í Par­ís eftir níu ára samband.

Fisher, sem er þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Confessions of a Shopaholic, Now You See Me og Wedding Crashers, birti færslu á Instagram Story þar sem hún greindi frá skilnaðinum. Leikkonan sagði þau hjónin hafa sótt um leyfi til skilnaðar á síðasta ári.

„Eftir langan tennisleik, sem stóð yfir í rúm 20 ár, höfum við ákveðið að leggja spaðana á hilluna,“ skrifaði Fisher meðal annars við færsluna.

Hjónin eiga sam­an þrjú börn, fædd 2007, 2010 og 2015.

Fisher greindi frá skilnaðinum á Instagram.
Fisher greindi frá skilnaðinum á Instagram. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup