Allra augu voru á Ricky Martin

Það var mikið stuð á tónleikum Madonnu í Miami.
Það var mikið stuð á tónleikum Madonnu í Miami. Samsett mynd

Tónleikagestir á tónleikum Madonnu ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Ricky Martin var gestur hennar á sviðinu í Miami á sunnudag. 

Það sem helst vakti athygli gesta var, að því er virtist, hversu mikið tónlistarmaðurinn laðaðist að dönsurum Madonnu.

Martin, sem gaf út hvern slagarann á fætur öðrum á tíunda áratug 20. aldar, var boðið upp á svið til söngkonunnar er hún flutti eitt þekktasta lag sitt, Vogue.

Martin dreif sig upp á svið, tyllti sér á stól og fékk afhent einkunnaspjöld, en söngvarinn fékk það mikilvæga verkefni að dæma „voguing“-hæfileika dansara Madonnu. „Voguing“ er sérstakur dansstíll sem var mjög vinsæll á árum áður. 

Fljótlega byrjuðu dansarar Madonnu að dansa heldur ögrandi spor, allt í kringum Martin. Hann fékk meðal annars kjöltudans frá hálfnöktum karlkyns dönsurum söngstjörnunnar sem virðist hafa kveikt bál í lendum Martins.

Flestir ef ekki allir tónleikagestir voru með síma sína á lofti. Þó nokkur myndskeið af atvikinu hafa birst á síðum samfélagsmiðla síðustu daga og eru flestir sammála um að söngvarinn hafi fengið holdris.

Hvorki Madonna né Martin hafa tjáð sig um atvikið, en Martin birti myndskeið á Instagram-síðu sinni sem sýndi frá tónleikunum og sagði þá hafa verið algjört partí.

View this post on Instagram

A post shared by Ricky Martin (@ricky_martin)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup