Stórar breytingar í Eurovision-hópnum

Breytingar verða á hópnum sem fer fyrir hönd Íslands í …
Breytingar verða á hópnum sem fer fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár. Hera Björk ætlar þó að standa á sviðinu. Samsett mynd

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson greindi frá því í gær að hann ætlaði ekki að taka að sér að lýsa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Stórar breytingar verða því á hópnum þar sem Felix Bergsson fer heldur ekki út eins og undanfarin ár. 

Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri hjá RÚV, sagði að ekki væri komið í ljós hver yrði þulur í ár þegar mbl.is leitaði svara. 

„Ástæðan er fram­ganga Ísra­els á Gaza og viðbrögð keppn­inn­ar við henni, aðallega skort­ur á þeim,“ skrifaði Gísli Marteinn á Instagram í gær, mánudag, þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. 

Gísli Marteinn Baldursson lýsir ekki keppninni eins og undanfarin ár. …
Gísli Marteinn Baldursson lýsir ekki keppninni eins og undanfarin ár. Hér er hann í Liverpool.

Rúnar Freyr kemur í staðinn fyrir Felix

Felix Bergsson er í leyfi frá störfum á RÚV þar sem eiginmaður hans Baldur Þórhallsson er í framboði til forseta. Felix hefur verið fararstjóri íslenska hópsins undanfarin ár. Rúnar Freyr kemur í stað hans og verður fararstjóri í ár. 

Felix Bergsson, Rúnar Freyr Gíslason og Skarphéðinn Guðmundsson. Rúnar Freyr …
Felix Bergsson, Rúnar Freyr Gíslason og Skarphéðinn Guðmundsson. Rúnar Freyr kemur í staðinn fyrir Felix. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásdís María hætti líka við

Gísli Marteinn og Felix hafa ólíkar ástæður fyrir því að hafa hætt við Svíþjóðarförina. Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir, einn laga­höf­unda Scared of Heig­hts, er enn annar aðilinn sem fer ekki til Malmö í maí. 

Ásdís tilkynnti fljótlega eftir sigurinn í Söngvakeppninni að hún ætlaði ekki að fylgja laginu eftir eins og tíðkast meðal lagahöfunda. Sagði hún að þær at­huga­semd­ir sem gerðar voru við at­kvæðagreiðsluna í Söngvakeppninni ættu rétt á sér en mjótt var á mun­um milli Scared of Heig­hts og lags í flutn­ingi Bash­ar Murad, Wild West. „En ég mun ekki fylgja lag­inu út í loka­keppn­ina ef af því verður. Sam­viska mín leyf­ir það bara ekki,“ sagði Ásdís í byrjun mars. 

Ásdís María Viðarsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir eftir sigurinn í …
Ásdís María Viðarsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir eftir sigurinn í Söngvakeppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hera Björk heldur til Malmö þrátt fyrir mótvind

Hera Björk Þórhallsdóttir fór með sigur af hólmi. Hera Björk var gestur Dagmála á Morgunblaðinu nýlega og sagðist hún aldrei hafa efast um að fara um lagið út ef hún myndi standa uppi sem sigurvegari. Hún varð ástfangin við fyrstu hlustun og ákvörðunin um að fara út til Mal­mö og keppa fyr­ir hönd Íslands var því auðveld. 

„Það fylgdi því eng­in efi því lagið náði mér strax, eins og í hin skipt­in á und­an þegar ég fékk Someday í fangið, þegar ég og Öggi sát­um yfir Je ne sais quoi og það var bara já þetta er það! Þetta er komið! Nú er það lent!“ sagði Hera í þættinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup