Fjöldi fólks vill sjá Brynjar lýsa Eurovision

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill sjá Brynjar Níelsson lýsa Eurovision í …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill sjá Brynjar Níelsson lýsa Eurovision í ár þar sem Hera Björk Þórhallson keppir fyrir hönd Íslands. Samsett mynd

Fjöldi fólks hefur skrifað undir á Island.is þar sem skorað er á RÚV og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins, að sá síðarnefndi lýsi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Malmö í maí.

Klukkan níu í morgun voru 880 búnir að skrifa undir. 

Það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem kom með hugmyndina á samfélagsmiðlinum X. „Gæti einhver sem kann til verka sett af stað undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár?“ skrifaði Sigmundur Davíð á mánudaginn. Á mánudaginn greindi Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður frá því að hann ætlaði ekki að lýsa keppninni. 

Ekki leið á löngu þar til undirskriftasöfnunin var stofnuð og nýtir nú Sigmundur Davíð hvert tækifæri til að auglýsa verkefnið. 

Skipti um umræðuefni í beinni útsendingu

Sigmundur Davíð vakti athygli á undirskriftasöfnuninni í kvöldfréttum RÚV í gær. Umræðuefnið var þó ný ríkisstjórn Bjarna Benedikssonar en ekki stóra málið um hver á að lýsa Eurovision.

„Ég veit að þjóðin hefur orðið fyrir vonbrigðum í dag en þá er mikilvægt að hafa huga að það er hægt að gleðjast og nú styttist í Eurovision og hafin er undirskriftasöfnun fyrir því að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision næst. Og ég hvet alla landsmenn til þess að kíkja á það og skrá sig því það gæti orðið svona gleðistund loksins fyrir þjóðina ef Brynjar verður úti í Malmö og lýsir Eurovision,“ sagði Sigmundur Davíð sem hafði greinilega meiri trú á Brynjari vini sínum í þulahlutverkinu en komandi verkefnum ríkisstjórnarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir