Fordæma áreiti í garð keppenda í Eurovision

Eurovision fer fram í Malmö í maí.
Eurovision fer fram í Malmö í maí. AFP/Paul Ellis

Sam­band evr­ópskra sjón­varps­stöðva (EBU) krefst þess að allir listamenn sem taka þátt í Eurovision í ár njóti virðingar. Þá fordæmir sambandið allt ofbeldi og áreiti í garð þátttakenda.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu sem sambandið sendi frá sér í gær. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að greint var frá því að ísraelska söngkonan Eden Golan hafi fengið sendar líflátshótanir. 

Keppnin í ár umdeild

Keppnin í ár fer fram í Svíþjóð en háværar raddir hafa krafist þess að Ísrael verði meinuð þátttaka vegna stríðsins á Gasa. Þá hafa margir þátttakendur verið gagnrýndir fyrir að ætla að taka þátt. 

Skipuleggjendur Eurovision segja að ofbeldi og áreiti í garð listamanna vegna þátttöku Ísraela í keppninni sé „óviðunandi og ósanngjarnt“. 

Í yfirlýsingunni segir að sambandið skilji „dýpt tilfinninga og þær sterku skoðanir sem Eurovision-söngvakeppnin í ár hefur vakið vegna hræðilegs stríðs í Miðausturlöndum“.

Þá segir að þó sambandið styðji eindregið málfrelsi og réttin til að tjá skoðanir í lýðræðissamfélagi þá er það eindregið á móti hvers kyns ofbeldi á netinu, hatursorðræðu eða áreitni sem beint er að listamönnum eða einstaklingum sem tengjast keppninni. 

„Það er óásættanlegt og algjörlega ósanngjarnt, þar sem listamennirnir eiga engan þátt í þessari ákvörðun.“

Ísrael hafi rétt á að taka þátt

Í tilkynningunni segir að ríkisútvarpið í Ísrael, Kan, sé aðili að EBU og hafi því rétt á því að taka þátt í keppninni.

Skipuleggjendur Eurovision hafa ekki hlustað á ákall um að Ísrael verði meinuð þátttaka og hafa sagt að keppnin sé „ekki keppni milli ríkisstjórna“.

Ísrael neyddist hins vegar til að breyta textanum við lag sitt eftir að EBU komst að þeirri niðurstöðu að hann væri of pólitískur. Textinn fjallaði um í fjöldamorð Hamas sem framin voru þann 7. október.

Ljóst er að þrátt fyrir breytingarnar mun þátttaka Ísraels hafa mikil áhrif á keppnina. Sænska lögreglan er nú að undirbúa sig fyrir fjölmörg mótmæli í Malmö, þar sem keppnin fer fram. Nú þegar hafa níu keppendur kallað eftir „tafarlausu og varanlegu vopnahléi“ á Gasa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar