Hafa lagt mikið á sig í allan vetur

Heiðveig Björg Jóhannesdóttir og Hafdís Rut Halldórsdóttir eru í stjórn …
Heiðveig Björg Jóhannesdóttir og Hafdís Rut Halldórsdóttir eru í stjórn 12:00. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hafdís Rut Halldórsdóttir og Heiðveig Björg Jóhannesdóttir eru í stjórn 12:00-nefndarinnar í Verzlunarskóla Íslands. Á fimmtudaginn verður nýr þáttur frumsýndur sem Hafdís og Heiðveig hafa unnið hörðum höndum að á undanförnum vikum en grínið er allsráðandi í þættinum. 

„12:00 er vídeó-, sketsa- og laganefnd í Verzlunarskóla íslands þar sem aðalverkefni nefndarinnar eru að búa til tvo sketsaþætti og tvö lög. Við frumsýnum þessa þætti í 12:00-þemavikum sem við fáum á hverri önn, í þeim vikum skreytum við marmarann og skemmtum og gleðjum Verzlinga með alls konar viðburðum og vörum,“ segja þær Hafdís og Heiðveig þegar þær eru spurðar út 12:00. 

„Það sem okkur fannst mest spennandi við að vera í 12:00-nefndinni var að fá að skapa skemmtilegt efni fyrir allan skólann sem við og nefndin getum svo verið afar stolt af í lok árs. Okkur þótti líka spennandi að fá að kynnast fullt af nýju fólki, bæði krökkum í nefndinni og öðru fólki sem hafa komið að ferlinu.“

Það fer mikil vinna í þættina á bak við tjöldin og þar koma Hafdís og Heiðveig inn. 

„Okkar helstu verk innan nefndarinnar voru að skipuleggja og halda utan um allt það efni sem nefndin mun senda frá sér og að safna styrkjum til að geta fjármagnað þessi verkefni. Við reynum að skipta verkum jafnt upp innan nefndarinnar, en það er hins vegar þannig að sumir gera meira en aðrir og ef verkefni eru ekki unnin af nefndarmeðlim þá endar það oft á okkur. Auk þess er heilmikið mál að safna styrkjum, vera í sambandi við fyrirtækin og halda utan um öll fjármál 12:00, því auðvitað þarf þetta allt að ganga upp,“ segja vinkonurnar. 

Hér má sjá 12:00-nefndina árið 2023-2024. Á myndinni eru: Heiðveig …
Hér má sjá 12:00-nefndina árið 2023-2024. Á myndinni eru: Heiðveig Björg, Hafdís Rut, Klara Schweitz, Bergþór Ingi, Davíð Steinn, Hrannar Hólm, Elías Muni og Gabríel Ingi. Á myndina vantar þau Bjarka Isaksen og Lilju Scheving. Ljósmynd/Aðsend

Eru búnar að læra mikið og gaman að fá hrós 

Hefur eitthvað verið meira krefjandi en annað í vetur?

„Það sem okkur hefur fundist mest krefjandi er að hafa jafnvægi á milli námsins og verkefna nefndarinnar. Einnig að komast í samskipti við rétta fólkið til að aðstoða okkur með alls konar verkefni.“

Hvað var skemmtilegast?

„Það sem hefur verið skemmtilegast er að kynnast nýju fólki, taka upp skemmtilega sketsa og tónlistarmyndbönd, við höfum séð að með hverjum tökum þá verður nefndin að betri heild. Svo er alltaf gaman þegar fólk hrósar og hefur gaman af þeim verkefnum sem við skilum af okkur.“

Kom eitthvað á óvart?

„Við vorum hvorugar með einhverja reynslu af verkefnum 12:00 svo það var margt sem kom á óvart. Við þurftum smá að læra á meðan að við vorum að vinna í verkefnum 12:00. En við erum búnar að læra ótrúlega mikið, sem dæmi getum við nefnt að læra að vinna með fyrirtækjum, hvernig best er að markaðssetja okkur, koma okkur í samband við rétta fólkið, skipuleggja og stýra verkefnum og svo framvegis.“

Heiðveig Björg og Hafdís Rut eru búnar að standa í …
Heiðveig Björg og Hafdís Rut eru búnar að standa í mikilli vinnu í vetur í kringum 12:00. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson