Lýsir Eurovision ef Sigmundur gerir það líka

Brynjar kveðst reiðubúinn að lýsa keppninni ef hann fær að …
Brynjar kveðst reiðubúinn að lýsa keppninni ef hann fær að gera það með Sigmundi Davíð. Rúv hefur þó ekki svarað áskoruninni og boðið Brynjari giggið. Samsett mynd

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst tilbúinn að lýsa Eurovision ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er til í að gera það með honum.

Ríkisútvarpið á þó enn eftir að bjóða Brynjari að lýsa keppninni.

Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is.

Á annað þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem skorað er á RÚV og Brynj­ar að hann lýsi Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva í Mal­mö í maí.

„Ég hugsa bara Sigmundi Davíð þegjandi þörfina,“ segir Brynjar og hlær. „Ég kann þetta ekkert og veit ekkert um þetta. Hvenær er þessi keppni?“ spurði hann svo.

Ekki horft á keppnina í allt að 50 ár

Það var Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, sem kom með hug­mynd­ina á sam­fé­lags­miðlin­um X. „Gæti ein­hver sem kann til verka sett af stað und­ir­skrifta­söfn­un um að Brynj­ar Ní­els­son lýsi Eurovisi­on í ár?“ skrifaði Sig­mund­ur Davíð á mánu­dag­inn. Sama dag greindi Gísli Marteinn Bald­urs­son fjöl­miðlamaður frá því að hann ætlaði ekki að lýsa keppn­inni.

Brynjar viðurkennir fúslega að hann hefur ekki horft á Eurovison í allt að 50 ár. 

„Þetta er bara einhver uppsveifla í Sigmundi Davíð og hann er að skemmta sér á minn kostnað,“ segir Brynjar. 

Gæti lýst Eurovision með smá undirbúningi

Hann telur sína hæfileika ekki liggja í að lýsa Eurovision en telur þó að með smá undirbúningi þá geti hann vel lýst keppninni. Með nægum undirbúningi ætti það sama eflaust við um fótboltaleiki og fimleikamót.

„Ég er að hugsa hvernig ég get einhvern veginn slegið hann út af laginu [Sigmund]. Ég myndi samþykkja þetta ef hann kæmi með mér,“ segir Brynjar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir