Lauk við 42 þúsund bita púsl

Ásdísi Hrund Ólafsdóttur hefur tekist að setja saman 42 þúsund bita púsluspil. Hún hóf verkefnið fyrir fjórum mánuðum en lauk því á gólfi Spilavina í gær. Púslið var þar til sýnis í dag.

Fyrir fjórum mánuðum keypti Ásdís stærsta púsl sem Spilavinir höfðu selt. Púsluspilið er 12 fermetrar í heildina, en þar sem hún átti ekki gólfplássið heima til að setja allt púslið saman samdi hún við Spilavini að þegar allir hlutar púslsins væru tilbúnir, þá gæti hún komið í spilaverslunina til að setja alla hlutana saman í eitt risavaxið púsl.

Og á þriðjudag var komið að því að efna loforðið. Ásdís var búin að klára að púsla allt sem hún gat heima hjá sér, og þurfti nú pláss til að koma þessu öllu saman. 

Frá þessu greina Spilavinir í tilkynningu.

Himininn hrynur næstum

Í gærkvöldi, miðvikudag, kom Ásdís með 7 hólka sem hver var með samsettu 6.000 bita púsli. Verkefnið hófst á því að ná hverju 6.000 bita púsli af dúknum sem það var púslað á og yfir á gólfið.

Í fyrstu virtist það ekki vera mikið í samanburði við allt púslið í heildina, en svo kom í ljós að þessi litli hluti var um 1.000 bitar.

„Ásdís var stóísk og tók til við að púsla þetta saman aftur,“ segir í tilkynningunni en Svandís, starfsmaður Spilavina, hjálpaði einnig til og viðskiptavinur sem átti leið hjá, Ragnheiður, settist með þeim til að raða og setja restina saman.

„Fjórum mánuðum seinna, í fullri vinnu og rúmlega það, púslaði þessi ofurkona 42.000 bita púsl og tókst á við það eins og önnur verkefni í lífinu, einn bita í einu,“ segir að lokum í tilkynningu frá Spilavinunum.

Púslið verður í dag til sýnis á gólfinu inni í verslun Spilavina, sem lokar kl. 22. Ekki eitt einasta púsl týndist við samsetninguna, flutninginn og endursamsetninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir