Heru Björk ekki spáð upp úr riðlinum

Hera Björk keppir fyrir Íslands hönd á fyrra undanúrslitakvöldinu.
Hera Björk keppir fyrir Íslands hönd á fyrra undanúrslitakvöldinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandi er ekki spáð upp úr undanúrslitariðlinum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsvöðva í ár samkvæmt nýjustu tölum í veðbönkum. Ef Hera Björk kemst ekki áfram í ár verður þetta annað árið í röð sem Ísland verður ekki með á úrslitakvöldinu.

Um mánuður er í keppnina sem fer fram í Malmö í Svíþjóð. Undanúrslitin fara fram þriðjudaginn 7. maí og fimmtudaginn 9. maí. Úrslitakvöldið fer fram laugardaginn 11. maí. 

Hera Björk er áttunda á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu. Henni er spáð neðsta og 15. sæti samkvæmt veðbönkum á síðunni Eurovision World. Króatíu er meðal annars spáð áfram upp úr riðlinum sem og Úkraínu en þessum löndum er spáð góðu gengi á lokakvöldinu. 

Hvað með Norðurlöndin?

Finnland er eina Norðurlandaþjóðin sem er með Íslandi í riðli og er landinu spáð áfram á lokakvöldið. Danmörk og Noregur taka þátt á seinna undanúrslitakvöldinu. Noregi er spáð áfram en Danmörku ekki. Svíþjóð kemst beint á lokakvöldið í ljósi þess að Loreen fór með sigur af hólmi fyrir land sitt í fyrra. Er Svíþjóð spáð 10. sæti á úrslitakvöldinu. 

Ekki neðst í heildarkeppninni

Heru Björk er spáð 27. sæti í heildarkeppninni. San Marínó er spáð neðsta sætinu af þeim 37 löndum sem taka þátt í ár. Sviss er hins vegar spáð sigri en í ár en það er tónlistarmaður sem kallar sig Nemo sem flytur lagið The Code. Í byrjun árs var Íslandi spáð ofarlega og jafnvel efsta sætinu. 

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið sem er spáð sigri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar