Sögð hafa verið timbruð þegar hún hlóð byssuna

Hannah Gutierrez-Reed, umsjónarmaður skotvopna og skotfæra á tökustað kvikmyndarinnar Rust, …
Hannah Gutierrez-Reed, umsjónarmaður skotvopna og skotfæra á tökustað kvikmyndarinnar Rust, var í gær dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Samsett mynd

Hannah Gutier­rez-Reed, um­sjón­ar­maður skot­vopna og skot­færa á tökustað kvik­mynd­ar­inn­ar Rust, var í gær dæmd í 18 mánaða fang­elsi fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. 

Kvik­mynda­stjór­inn Halyna Hutchins lést þann 21. októ­ber 2021 eft­ir að skot hljóp úr skamm­byssu sem að leik­ar­inn Alec Baldw­in miðaði á hana þegar verið var að und­ir­búa atriði. Hutchins lést sam­stund­is. Joel Souza, leik­stjóri kvik­mynd­ar­inn­ar Rust, hlaut minni­hátt­ar meiðsl.

Gutier­rez-Reed var í kjöl­farið ákærð fyr­ir að hafa hlaðið skamm­byss­una með al­vöru byssu­kúl­um, en byss­an var leik­mun­ur. Gutier­rez-Reed er sögð hafa verið timbruð þegar hún hlóð byss­una. 

Baldw­in er einnig ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi, en réttað verður yfir leik­ar­an­um í júlí. Verði hann fund­inn sek­ur á hann yfir höfði sér allt að 18 mánaða fang­els­is­dóm.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant