Swift hjólar í Kardashian á nýju plötunni

Deilurnar halda áfram á milli Taylor Swift og Kim Kardashian.
Deilurnar halda áfram á milli Taylor Swift og Kim Kardashian. Samsett mynd

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur endurvakið áralangar deilur milli hennar og raunveruleikstjörnunnar Kim Kardashian með því að gefa út „diss lag“ um hana á glænýrri plötu sinni, The Tortured Poets Department.

Aðdáendur Swift eru sannfærðir um að lagið thanK you aIMee sé um Kardashian þar sem notaðir eru þrír hástafir, K, I og M, sem stafa nafn hennar. 

„Það er sólkysst sprey-tönuð stytta af þér og veggskjöldur undir henni sem hótar að ýta mér niður stigann í skólanum okkar,“ syngur hún meðal annars í laginu. 

Þá segja aðdáendur að Swift virðist einnig vísa til tíu ára gamallar dóttur Kardashian, North West, í laginu, en hún birti TikTok myndband af sér að dansa við lag Swift, Shake It Off.

„Svo ég breytti nafninu þínu og öllum raunverulegum vísbendingum – og einn daginn kemur barnið þitt heim og syngur lag sem aðeins við tvær vitum að er um þig,“ syngur Swift. 

Margra ára deilur

Deilur á milli Swift og Kardashian eiga sér langa sögu, en til að byrja með voru deilurnar á milli Swift og tónlistarmannsins Kanye West sem síðar giftist Kardashian. Árið 2009 ruddist West inn á sviðið á VMA-hátíðinni þegar Swift vann verðlaun og lýsti því yfir að Beyoncé hefði átt að vinna verðlaunin.

West sagði við Swift: „Já, Taylor, ég er mjög ánægð fyrir þína hönd. Ég ætla að leyfa þér að klára, en Beyoncé átti eitt besta myndband allra tíma.“

Deilurnar á milli Swift og Kardashian hófust svo eftir að West gaf út lagið Famous árið 2016 þar sem hann talaði á niðrandi og kynferðislegan hátt um Swift. Í kjölfarið birti Kardashian myndband af símtali á milli þáverandi eiginmanns síns og Swift sem olli miklu fjaðrafoki. 

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir