Swift hjólar í Kardashian á nýju plötunni

Deilurnar halda áfram á milli Taylor Swift og Kim Kardashian.
Deilurnar halda áfram á milli Taylor Swift og Kim Kardashian. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Tayl­or Swift hef­ur end­ur­vakið ára­lang­ar deil­ur milli henn­ar og raun­veru­leik­stjörn­unn­ar Kim Kar­dashi­an með því að gefa út „diss lag“ um hana á glæ­nýrri plötu sinni, The Tort­ur­ed Poets Depart­ment.

Aðdá­end­ur Swift eru sann­færðir um að lagið thanK you aI­Mee sé um Kar­dashi­an þar sem notaðir eru þrír há­staf­ir, K, I og M, sem stafa nafn henn­ar. 

„Það er sól­kysst sprey-tönuð stytta af þér og vegg­skjöld­ur und­ir henni sem hót­ar að ýta mér niður stig­ann í skól­an­um okk­ar,“ syng­ur hún meðal ann­ars í lag­inu. 

Þá segja aðdá­end­ur að Swift virðist einnig vísa til tíu ára gam­all­ar dótt­ur Kar­dashi­an, North West, í lag­inu, en hún birti TikT­ok mynd­band af sér að dansa við lag Swift, Shake It Off.

„Svo ég breytti nafn­inu þínu og öll­um raun­veru­leg­um vís­bend­ing­um – og einn dag­inn kem­ur barnið þitt heim og syng­ur lag sem aðeins við tvær vit­um að er um þig,“ syng­ur Swift. 

Margra ára deil­ur

Deil­ur á milli Swift og Kar­dashi­an eiga sér langa sögu, en til að byrja með voru deil­urn­ar á milli Swift og tón­list­ar­manns­ins Kanye West sem síðar gift­ist Kar­dashi­an. Árið 2009 rudd­ist West inn á sviðið á VMA-hátíðinni þegar Swift vann verðlaun og lýsti því yfir að Beyoncé hefði átt að vinna verðlaun­in.

West sagði við Swift: „Já, Tayl­or, ég er mjög ánægð fyr­ir þína hönd. Ég ætla að leyfa þér að klára, en Beyoncé átti eitt besta mynd­band allra tíma.“

Deil­urn­ar á milli Swift og Kar­dashi­an hóf­ust svo eft­ir að West gaf út lagið Famous árið 2016 þar sem hann talaði á niðrandi og kyn­ferðis­leg­an hátt um Swift. Í kjöl­farið birti Kar­dashi­an mynd­band af sím­tali á milli þáver­andi eig­in­manns síns og Swift sem olli miklu fjaðrafoki. 

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hugurinn er á fullu við að mynda sér skoðanir en munninn ættir þú að nota til þess að hrósa fólki. Skynsemi þín mun koma þér að góðum notum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hugurinn er á fullu við að mynda sér skoðanir en munninn ættir þú að nota til þess að hrósa fólki. Skynsemi þín mun koma þér að góðum notum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant