Norn leidd að báli á Hólmavík

Nornin var leidd í fjötrum í skrúðgöngu frá Bragganum og …
Nornin var leidd í fjötrum í skrúðgöngu frá Bragganum og niður á strönd. Þar var hún leyst úr böndunum og kveikti hún sjálf í báli. mbl.is/Árni Sæberg

Norn var leidd að báli á Hólmavík í gærkvöldi. Um var að ræða viðburð sem nefnist Frelsun nornarinnar og er hluti af lista- og menningarhátíðinni Galdrafár á Ströndum.

Nornin var leidd í fjötrum í skrúðgöngu frá Bragganum og niður á strönd. Þar var hún leyst úr böndunum og kveikti hún sjálf í báli.

Galdrar og fornnorræn menning

„Þetta er lista- og menningarhátíð með flúrum, fyrirlestrum, tónlist, markaði, blóti og brennu og alls konar skemmtilegu,“ segir Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir, forsvarsmaður hátíðarinnar.

Þema hátíðarinnar er galdrar og fornnorræn menning. Á þriðja hundrað manns sóttu hátíðina í gær, að sögn Hrafnhildar.

Hátíðin er haldin í samstarfi við galdrasafnið á Hólmavík sem nefnist Galdrasýning á Ströndum, og einnig í samstarfi við Galdur brugghús á Hólmavík.

Hátíðin er haldin í fyrsta sinn núna um helgina, en Hrafnhildur segir að mikill vilji sé til þess að halda hana árlega héðan í frá.

Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir.
Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingaþorp í bænum

Um hátíðina stendur á Facebook-viðburði hátíðarinnar: 

„Gestir fá að ganga um lítið víkingaþorp, taka þátt í vinnustofum, heimsækja Galdrasýningu á Ströndum og læra um sögu galdra, hlusta á dáleiðandi tónlist og sækja fræðslur um hina ýmsu fornnorrænu siði sem tóku þátt í að skapa hið yfirnáttúrulega ívaf sem gerir Ísland svo heillandi og vafið dulúð.“

Vefur hátíðarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir