Jón Gnarr forsetaframbjóðandi lenti í því óheppilega atviki að frussað var á hann vökva sem virðist vera kaffi á meðan hann var gestur í hlaðvarpinu Sláin inn.
Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum má sjá atvikið og fyrstu viðbrögð Jóns:
„Já, einmitt,“ sagði hann þegar Birgir Liljar, stjórnandi þáttarins, frussaði á hann.
Hermann Borgar Jakobsson, sem stýrði þættinum með Birgi, sagði þá: „Stoppa að taka upp eða?“
Hér má sjá stutt myndskeið af atvikinu sem þeir deildu á samfélagsmiðlum.
Ef hlaðvarpið er skoðað á Spotify má sjá að ungu Suðurnesjamennirnir eru búnir að taka viðtöl við ýmsa forsetaframbjóðendur á síðustu vikum eins og Baldur Þórhallsson, Höllu Tómasdóttur, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon.