Myndband af tónleikum Laufeyjar vekur reiði á TikTok

Laufey Lín Jónsdóttir lenti í leiðinlegu atviki á tónleikum sínum …
Laufey Lín Jónsdóttir lenti í leiðinlegu atviki á tónleikum sínum í Dallas í Texas á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir lenti í leiðinlegu atviki á tónleikum sínum í Dallas í Texas á dögunum sem hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum. 

Laufey er á sannkallaðri sigurför um heiminn en hún er stödd á tónleikaferðalagi um þessar mundir og spilaði á tvennum tónleikum í Dallas í síðustu viku. Þar lenti hún í leiðinlegu atviki þar sem hópur áhorfenda byrjaði að öskra gríðarlega hátt í miðju lagi.

„Mér leið svo illa fyrir hönd Laufeyjar“

Myndband frá atvikinu birtist í kjölfarið á TikTok þar sem áhorfandi gagnrýndi hópinn sem byrjaði að öskra og sagði hann hafa skemmt fyrir öðrum gestum sem voru mættir til þess að hlusta á Laufeyju syngja.

„Það má syngja með en það eru mörk sem þú getur farið yfir þar sem þú ert farin að skemma fyrir öllum öðrum í salnum. Er svona erfitt að vera ekki verulega dónalegur??“ skrifaði hún við myndbandið þar sem Laufey sést spila á píanó og syngja lagið Promise þegar öskrin byrja. 

Myndbandið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og á aðeins rúmum sólarhring hefur það fengið yfir 8,4 milljónir áhorfa. Þá hefur fjöldi tónleikagesta sem voru viðstaddir þegar atvikið átti sér stað tjáð sig í athugasemdum, en það er greinilegt að fólk var verulega ósátt við hópinn. 

„Ég var þarna og mér leið svo illa fyrir hönd Laufeyjar, hún virtist svo vonsvikin,“ skrifaði einn tónleikagestur á meðan annar skrifaði: „Ég sat nálægt sumum af þessum stelpum sem öskruðu ofboðslega hátt alla tónleikana, svo hræðilega vandræðalegt.“

„Ég var þarna með systur minni. Við vorum báðar svo pirraðar ... engum finnst þetta fyndið,“ bætti annar notandi við, og enn annar skrifaði: „Ég skil ekki af hverju fólk heldur því fram að ef það hafi borgað fyrir miða þá megi það eyðileggja upplifunina fyrir öllum öðrum.“

@loveslament you’re allowed to sing along but theres a point where its hurting everyone else in the room 😭😭😭 is it hard to not be incredibly rude?? #laufeytour #laufey ♬ original sound - angie
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir