Moses Hightower og Prins Póló gefa út eyjalag

Moses Hightower gáfu í dag út lagið Eyja í en …
Moses Hightower gáfu í dag út lagið Eyja í en tónlistarmaðurinn Prins Póló heitinn syngur og leikur á gítar í laginu. Samsett mynd/Kristinn Magnússon/Aðsend

„Ég held að þetta hafi verið smá grín og smá alvara að honum þætti gaman að gera Eyjalag,“ segir Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari og söngvari Moses Hightower, um Svavar Pétur Eysteinsson heitinn, betur þekktan sem Prins Póló.

Hljómsveitin gaf í dag út lagið Eyja en Prins Póló leikur á gítar og syngur undir í laginu. Lagið flutti sveitin á tónleikum fyrir utan verslunina Havarí í Álfheimum í dag og sýndi þar einnig prentverk tengd útgáfunni.

Í samtali við mbl.is segir Steingrímur tónleikana hafa verið vel sótta og afar skemmtilega. Fallegt hafi verið að fá að flytja lagið á heimavelli Svavars, Havarí, og gaman að halda fyrstu útitónleikana fyrir sumardaginn fyrsta.

Steingrímur segir afar skemmtilegt að hafa náð að spila útitónleika …
Steingrímur segir afar skemmtilegt að hafa náð að spila útitónleika fyrir sumardaginn fyrsta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki þekktir fyrir að vinna hratt

Lagið unnu þeir með Svavari í kjölfar samvinnu þeirra við lagið Maðkur í mysunni sem kom út árið 2022 og naut mikilla vinsælda. 

„Hann spurði svo bara strax hvort það væri ekki gaman að gera eitthvað fleira saman. Þá áttum við þessa lagahugmynd og höfðum meira að segja farið í stúdíóið og tekið upp einhvern grunn. Og hann mætti svo og söng og spilaði mjög skemmtilegan gítar,“ segir Steingrímur. 

„Við Moses-gaurar erum kannski ekki þekktir fyrir að vinna neitt sjúklega hratt, þannig við vorum bara að klára þetta um daginn,“ bætir hann við og hlær.

Ungir aðdáendur voru mættir í Álfheima til að hlýða á …
Ungir aðdáendur voru mættir í Álfheima til að hlýða á nýja tóna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kannski smá skrítin Þjóðhátíð

Spurður um titil lagsins Eyja segir Steingrímur það hafa verið smá grín hjá Svavari að hann hafi ávallt langað til að gefa út Eyjalag. Einhver alvara kunni þó að hafa búið þar að baki en Steingrímur kveðst þó ekki telja að lagið sé kandídat í Eyjalag. 

„En þetta er einhvers konar eyjalag. Þetta er lag sem heitir Eyja og fjallar um eyju. Þetta byrjaði bara á því að okkur fannst þetta sniðugt hljóð til að hafa í laginu og svo prjónuðum við í kringum það,“ segir Steingrímur. 

„Það yrði kannski svolítið skrítin Þjóðhátíð en vonandi fær þetta bara að hljóma sem víðast.“

Mæting fyrir utan verslunina Havarí var góð.
Mæting fyrir utan verslunina Havarí var góð. mbl.is/Kristinn Magnússon
Moses Hightower ásamt tónlistarmanninum Prins Póló á tónleikum fyrir nokkrum …
Moses Hightower ásamt tónlistarmanninum Prins Póló á tónleikum fyrir nokkrum árum. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka