Hera Björk farin til Malmö

Hera Björk mun flytja lagið Scared of heights.
Hera Björk mun flytja lagið Scared of heights. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenski hópurinn sem keppir í Eurovision er farin til Malmö í Svíþjóð.

Þessu er greint frá á vef Rúv og segir að æfingar keppenda hefjist í dag. Íslenska atriðið mun æfa á sviðinu í Malmö Arena á morgun. 

Söngkonan Hera Björk mun flytja lagið Scared of heights í undanúrslitum þriðjudaginn 7. maí. Atriðið er þá áttunda á svið. Úrslitakvöldið er síðan laugardaginn 11. maí. 

Eins og leikar standa er Heru Björk spáð neðsta sæti í riðlinum samkvæmt veðbönkum. Þá er Íslandi spáð 29. sæti af 37 í heildarkeppninni. 

Í færslu á Instagram sagðist Hera Björk ekki getað beðið eftir að búa til ógleymanlegar minningar með íslenska hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar