Hera Björk í gullgalla á sviðinu í Malmö

Hera Björk Þórhallsdóttir á fyrstu æfingunni í Malmö.
Hera Björk Þórhallsdóttir á fyrstu æfingunni í Malmö. Sarah Louise Bennett

Tónlistarkonan Hera Björk Þórhallsdóttir æfði í fyrsta skipti á sviðinu í Malmö í Svíðþjóð í gær. Hera Björk stígur á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu, þriðjudaginn 7. maí. 

Hera Björk klæddist gylltum samfestingi á sviðinu í Malmö í gær. Samfestingurinn var svipaður og Sylvía Lovetank hannaði á Heru Björk fyrir Söngvakeppnina en samfestingurinn sem tónlistarkonan klæddist í Söngvakeppninni var rauður. Í staðinn fyrir efnisbút sem Hera Björk sveiflaði á sviðinu á Íslandi er kögur á nýju fötunum. Kögrið minnir á kúrekatískuna sem hefur verið í tísku að undanförnu. 

Það eru ákveðin líkindi með atriðinu í Söngvakeppninni og í Malmö. Það er enn upphækkun á sviðinu auk þess að Hera Björk er að vinna með hreyfingar sem minna á hreyfingarnar í Söngvakeppninni. 

Það hefur verið mikið að gera hjá íslenska hópnum að undanförnu en Hera Björk og félagar flugu út til Malmö á laugardaginn. 

Það er smá kúrekastemning í samfestingnum.
Það er smá kúrekastemning í samfestingnum. Ljósmynd/Eurovision.tv/Corinne Cumming
Hera Björk Þórhallsdóttir var glæsileg í gylltum fötum.
Hera Björk Þórhallsdóttir var glæsileg í gylltum fötum. Ljósmynd/Eurovision.tv/Sarah Louise Bennett
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup