Streisand birti óviðeigandi athugasemd við færslu McCarthy

Barbra Streisand hristi upp í Instagram.
Barbra Streisand hristi upp í Instagram. Samsett mynd

Söng- og leikkonan Barbra Streisand, 82 ára, skildi í gærdag eftir athugasemd við Instagram-færslu leikkonunnar Melissu McCarthy. Athugasemd Streisand vakti mikla athygli netverja og þótti mörgum hún afar óviðeigandi.

Streisand vildi fá að vita hvort að McCarthy hefði nýtt sér sykursýkislyfið Ozempic til að grennast, en leikkonan hefur grennst töluvert á síðastliðnum vikum.

McCarthy, sem skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki sínu sem Sookie St. James í bandarísku þáttaröðinni The Gilmore Girls, birti mynd af sér ásamt leikstjóranum Adam Shankman. Leikkonan var afar glæsileg í myntugrænum kjól og brosti sínu bjarta brosi, en McCarthy er þekkt fyrir glaðlegt lunderni. 

Margar heimsfrægar stjörnur, þar á meðal Glenn Close og Octavia Spencer, skrifuðu athugasemdir við færsluna og hrósuðu McCarthy fyrir fallegan klæðaburð, en athugasemd Streisand vakti hvað mesta athygli. 

„Ég bið að heilsa, notaðir þú Ozempic?“ skrifaði Streisand við færsluna. McCarthy eyddi færslunni stuttu síðar. 

McCarthy og Streisand hafa þekkst í nokkur ár en þær kynntust við upptökur á plötu Streisand, Encore. Streisand og McCarthy sungu lagið Anything You Can Do úr söngleiknum Annie Get Your Gun.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka