Hera Björk Þórhallsdóttir steig gulli klædd á svið í Malmö í kvöld og flutti framlag Íslands, lag sem nefnist Scared of heights, í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Fyrri undankeppnin er haldin í kvöld og kemur bráðum í ljós hvort Hera komist áfram fyrir hönd Íslands.
Er atriðinu þó ekki spáð góðu gengi í veðbönkum en það er í 31. sæti af 37.
Hera klæddist gylltum samfestingi eftir hönnuðinn Sylvíu Lovetank en gallinn er skreyttur fimm milljónum glerperla og vegur 6,5 kg.