Laufey geislaði á Met Gala

Laufey var stórglæsileg í kjól eftir fatahönnuðinn Prabal Gurung.
Laufey var stórglæsileg í kjól eftir fatahönnuðinn Prabal Gurung. AFP/ljósmyndari

Einn stærsti tísku­viðburður árs­ins, The Met Gala, var hald­inn í gær á Metropolit­an-safn­inu í New York-borg. Marg­ar af fræg­ustu stjörn­um í heimi mættu og gengu rauða dreg­il­inn, sem var að vísu mynt­ug­rænn á lit­inn, klædd­ar glæsi­leg­um og eft­ir­tekt­ar­verðum flík­um.

Þemað í ár var Sleep­ing Beauties: Reawaken­ing Fashi­on og mátti sjá marg­ar skemmti­leg­ar út­færsl­ur á því.

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir var meðal gesta á viðburðinum, en Anna Wintour, rit­stjóri tísku­tíma­rits­ins Vogue, stjórn­ar gestal­ist­an­um og hef­ur gert lengi. Wintour býður út­völd­um ein­stak­ling­um úr heimi menn­ing­ar og lista sem hafa skarað fram úr og vakið ein­staka at­hygli á síðastliðnu ári.

Laufey ásamt Prabal Gurung.
Lauf­ey ásamt Pra­bal Gur­ung. AFP/​ljós­mynd­ari

Lauf­ey var stór­glæsi­leg í fer­skju­lituðum síðkjól frá hönnuðinum Pra­bal Gur­ung, en Lauf­ey gekk dreg­il­inn ásamt Gur­ung og stilltu þau sér upp fyr­ir ljós­mynd­ara. Tón­list­ar­kon­an ljómaði og vakti ómælda at­hygli viðstaddra.

Lauf­ey er orðin þræl­vön að ganga rauða dreg­il­inn, en hún tók meðal ann­ars við Grammy-verðlaun­um fyrr á þessu ári íklædd glæsi­leg­um kjól frá franska tísku­hús­inu Chanel.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka