Gerði allt vitlaust með svari sínu

Flestar konur tengja án efa við svar Kenyu.
Flestar konur tengja án efa við svar Kenyu. Samsett mynd

Klippa úr bandaríska spurningaþættinum Family Feud í umsjón grínistans Steve Harvey fór á mikið flug á samfélagsmiðlum nú á dögunum.

Þátttakandi að nafni Kenya gerði allt vitlaust með óvæntu svari sínu og eru netverjar margir hverjir sammála um að svar hennar sé það besta í sögu þáttarins, en Family Feud hefur verið í loftinu frá árinu 1976. 

Í hverjum þætti keppa tvær fjölskyldur, en leikurinn samanstendur af skemmtilegum spurningum sem keppendur þurfa að leysa í sameiningu. 

Flestar konur tengja

Kenya tók þátt ásamt fjölskyldu sinni fyrir rétt tæpu ári síðan og heillaði Harvey og áhorfendur í sjónvarpssal með hreinskilni sinni, húmor og eintómri snilli. 

Harvey, sem hefur stjórnað þættinum frá árinu 2010, spurði þátttakendur hvaðan eða frá hverjum þeir hefðu hlotið hvað mestan stuðning í gegnum ævina.

Flestir þátttakendur nefndu fjölskyldumeðlim, vin, gæludýr eða vinnufélaga en Kenya hristi vel upp í leiknum þegar hún sagði mesta stuðninginn vera frá brjóstahaldaranum sínum.

Mikil fagnaðarlæti brutust út í sjónvarpssal þegar Kenya greindi frá svari sínu. Hún hlaut dynjandi lófaklapp frá Harvey, áhorfendum og þátttakendum, enda átti hún það fyllilega skilið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir