Svíar mótmæla og áhorfendur baula á Ísrael

Þúsundir mótmæltu þátttöku Ísraels í Malmö en áhorfendur bauluðu á …
Þúsundir mótmæltu þátttöku Ísraels í Malmö en áhorfendur bauluðu á söngkonu Ísraels á lokaæfingu. Samsett mynd/AFP

Áhorfendur á lokaæfingu seinni forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva bauluðu á ísraelsku söngkonuna Eden Golan er hún steig á svið til að flytja framlag Ísrels Hurricane.

Þúsundir mótmæltu þátttöku Ísraels í keppninni á götum Malmö í dag. Meðal mótmælenda var aðgerðarsinninn frægi Greta Thunberg. 

Seinni forkeppnin Eurovision er haldin í kvöld og mun því liggja fyrir eftir örfáar klukkustundir hvaða lönd keppa í úrslitum á laugardag.

Þúsundir Svía í Malmö mótmæltu þátttöku Ísraels í keppninni vegna …
Þúsundir Svía í Malmö mótmæltu þátttöku Ísraels í keppninni vegna framgöngu þeirra á Gasasvæðinu. AFP

Fékk kveðju frá Netanjahú

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lýsti yfir stuðningi sínum við Golan í myndbandskveðju þar sem hann sagði öldu af gyðingaandúð ganga yfir Svíþjóð.

„Veistu hvað. Þú hefur þegar unnið,“ sagði forsætisráðherrann í kveðju sinni til söngkonunnar.

Aðgerðarsinninn Greta Thunberg var meðal mótmælenda.
Aðgerðarsinninn Greta Thunberg var meðal mótmælenda. AFP

Afar stolt og mun ekki láta neitt stöðva sig

Hafa margir sett sig upp á móti þátttöku Ísraels í keppninni vegna framgöngu þeirra á Gasasvæðinu þar sem fleiri en 34.840 manns hafa látist síðan í október. Þykir það m.a. skjóta skökku við að Ísrael sé heimiluð þátttaka en Rússlandi hafi verið meinuð þátttaka í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. 

Golan sem er frá Rússlandi og Ísrael kvaðst afar stolt af því að keppa fyrir hönd heimalands síns. Sagðist hún ekkert láta stöðva sig.

Var upprunalegu framlagi Golan October Rain hafnað af Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem það þótti skírskota til árásar Hamas-samtakanna þann 7. október, sem varð 1.200 Ísra­els­mönn­um að bana.

Eden Golan kvaðst afar stolt af því að keppa fyrir …
Eden Golan kvaðst afar stolt af því að keppa fyrir hönd heimalands síns. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar