Áberandi stuðningur við ísraelska lagið

Ítalskir áhorfendur voru ánægðir með framlag Ísraels og studdu lagið …
Ítalskir áhorfendur voru ánægðir með framlag Ísraels og studdu lagið rækilega með atkvæðum sínum. AFP

Sigurlíkur framlags Ísraels í Ísraels í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eru sagðar hafa aukist nokkuð eftir gærkvöldið. Ítalska sjónvarpsstöðin RAI birti fyrir slysni niðurstöður símakosningu ítalsks almennings á meðan enn var bein útsending frá keppninni í Malmö.

Birting niðurstaðna símakosningar úr undankeppni er óheimil þar til aðalkeppni er lokið, en hún fer fram á morgun.

Ítalskur almenningur virðist hafa verið mjög ánægður með framlag Ísraels í Eurovision. Heil 39,31% greiddra atkvæða voru til stuðnings lagsins Hurricane flutt af Eden Golan.

Rauk upp í veðbönkum

Í kjölfar birtingarinnar hefur Ísrael rokið upp í veðbönkum sem setja Hurricane nú sem næst líklegasta framlag til að sigra keppnina.

Athygli vekur að framlag Sviss, sem hefur þótt sigurstranglegt, hafi aðeins hlotið 6,03% atkvæða ítalskra áhorfenda.

Uppfært 09:09: Upphaflega var vakin athygli á að sigurstranglegasta lagið samkvæmt veðbönkum, framlag Króatíu, hafi ekki hlotið atkvæði Ítala. Glöggir lesendur vita að Króatía keppti á þriðjudag og því gátu Ítalir ekki greitt laginu atkvæði í gær. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir