Joost Klein snerti ekki konuna

Söngvarinn Joost Klein á blaðamannafundi á fimmtudaginn.
Söngvarinn Joost Klein á blaðamannafundi á fimmtudaginn. AFP/Jessica Gow

Eurovisi­on­-fari Hol­lend­inga, Joost Klein, snerti ekki myndatökukonuna sem myndaði hann gegn hans vilja eftir að hann steig af sviðinu í Malmö á fimmtudagskvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu hollensku sjónvarpsstöðvarinnar Avrotros.

Þar segir að Klein hafi verið myndaður eftir flutning á lagi sínu þegar hann var á leiðinn í græna herbergið í tónleikahöllinni í Malmö. Það hafi verið gert „þvert á móti skýru samkomulagi“, en ekki er farið nánar út í hvað slíkt samkomulag hafi falið í sér.

Ógnandi í garð myndatökukonunnar

„Joost gaf ítrekað til kynna að hann vildi ekki láta mynda sig. Það var ekki virt. Þetta varð til þess að Joost hreyfði sig á ógnandi hátt í átt að myndavélinni. Joost snerti ekki myndatökukonuna,“ segir í tilkynningunni.

Atvikið var þá tilkynnt og í kjölfar þess rannsakað af Sam­bandi evr­ópskra sjón­varps­stöðva (EBU) og lögreglunni í Malmö. Klein var þá dæmdur úr keppninni.

Avrotros telur refsinguna vera mjög þunga og óhóflega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka