Dulin skilaboð frá portúgalska keppandanum

Iolanda lét mála neglur sínar með Keffiye-munstri, sem er frelsistákn …
Iolanda lét mála neglur sínar með Keffiye-munstri, sem er frelsistákn Palestínu.

Sjá mátti dulin skilaboð á fingrum Iolöndu, portúgalska Eurovision-keppandans, þegar hún fagnaði stigagjöfinni úr síma­kosn­ing­u á úrslitakvöldi keppninnar í gær.

Þegar tilkynnt var að Iolana hefði fengið 12 stig frá Króatíu, sýndi hún myndavélinni neglurnar sínar. Neglur hennar voru nefnilega málaðar mynstri keffiye-klúts, sem er frelsistákn Palestínuaraba.

Króatía og Úkraína voru einu löndin sem gáfu ekki Ísrael stig og virtust skilaboð Iolönu beinast að Ísrael.

„Friður mun sigra,“ lýsti hún einnig yfir fyrr um kvöldið að loknu atriði sínu.

Hin Portúgalska Iolanda flutti lagið Grito.
Hin Portúgalska Iolanda flutti lagið Grito. AFP

Innblástur frá Hatara

Portúgalinn virðist sækja innblástur til teknósveitarinnar Hatara. Eins og frægt er, framkvæmdu þeir svipaðan gjörning árið 2019, þegar þeir fögnuðu stigagjöfinni sem þeir fengu í síma­kosn­ing­unni.

Gjörningurinn varð til þess að Ríkisútvarpið var sektað.

Þá eru fleiri keppendur í ár sem virðast sækja innblástur til Hatara. Írski Eurovisi­on-kepp­and­inn Bambie Thug starði beint í mynda­vél­ina að loknu atriði sínu í gærkvöldi og mælti: „Ástin mun ávallt sigr­ast á hatr­inu.“ Þetta mætti túlka sem skírskotun í keppnislag Hatara: Hatrið mun sigra.

Bambie hafði áður gert at­huga­semd við þátt­töku Ísra­els. Þegar hán keppti í undanúr­slit­un­um ætlaði hán að stíga á svið með „vopna­hlé“ ritað á and­lit sitt í forn­um írsk­um rún­um en var aft­ur á móti skipað að fjar­lægja skila­boðin.

Írska nornin Bambie Ray Robinson, eða Bambie Thug, söng Doomsday …
Írska nornin Bambie Ray Robinson, eða Bambie Thug, söng Doomsday blue fyrir Írland. AFP/Tobias Schwarz
Sænski söngvarinn Eric Saade var einnig með keffiye-klút um höndina …
Sænski söngvarinn Eric Saade var einnig með keffiye-klút um höndina er hann söng í opnunaratriði fyrri undanúrslitakeppninnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar