Hollendingurinn mætti í eftirpartíið

Söngvarinn Joost Klein á blaðamannafundi á fimmtudaginn.
Söngvarinn Joost Klein á blaðamannafundi á fimmtudaginn. AFP/Jessica Gow

Hollenski Eurovisi­on­-farinn Joost Klein mætti í eftirpartíi úrslitakeppninnar þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni í ár eftir ógnandi hegðun í garð starfsmanns baksviðs.

Sænska fréttablaðið Aftonbladet greinir frá. Þar er einnig vakin athygli á því að föruneyti söngvarans sé á leiðinni heim til Hollands en ekki söngvarinn sjálfur.

Joost Klein neitaði að svara fyrirspurnum sænska miðilsins.

Vikið úr keppni

Hol­lend­ing­num var vikið úr keppn­inni, þar sem sænska lög­regl­an hafði verið með til rannsókn­ar ógnandi hegðun Kleins í garð konu sem er starfsmaður fram­leiðslu­teym­is. Var þetta í fyrsta sinn í sögu Eurovision sem keppanda var vísað úr keppni á þessu stigi keppninnar.

Hol­lenska sjón­varps­stöðin Avrot­ros kom Klein til varnar, sagði að hann hafi ekki komið við konuna, en hafi hreyft sig á ógn­andi hátt vegna þess að hann hefði þegar gefið til kynna að hann vildi ekki láta mynda sig. Avrot­ros tel­ur refs­ing­una vera mjög þunga og óhóf­lega.

Aftonbladet vísar í upplýsingar frá lögreglunni að búið sé að ræða við alla sem eiga aðild að málinu og að rannsókn miði vel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup