Þátttakan tileinkuð gíslunum

Golan hafnaði í fimmta sæti.
Golan hafnaði í fimmta sæti. AFP/Jessica Gow/TT

Edan Golan, fulltrúi Ísraels í Eurovision, tileinkar þátttöku sína í keppninni þeim gíslum sem hryðjuverkasamtökin Hamas tóku 7. október. Enn eru margir gíslar í haldi Hamas.

Golan hafnaði í fimmta sæti í keppninni, en úrslitakvöldið fór fram í gær. 

Í færslu á Instagram segist Golan þakklát fyrir þau forréttinda að hafa fengið að vera fulltrúi Ísraela í keppninni, sérstaklega á þessum erfiðu tímum. 

„Frá því að við byrjuðum þessa vegferð hefur markmið okkar alltaf verið að deila sterkri rödd Ísraels á einu af stærstu sviðum heims og ég tel að við höfum náð því. Að segja að þetta hafi verið auðvelt væri lygi, en stuðningur ykkar og ást gaf mér styrk til að halda áfram,“ skrifar Golan.

Þá þakkar hún öllum sem greiddu henni atkvæði.

View this post on Instagram

A post shared by EDEN GOLAN (@golaneden)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka