Baltasar og Jason Statham í eina sæng

Baltasar Kormákur leikstýrir nýrri mynd sem Jason Statham mun fara …
Baltasar Kormákur leikstýrir nýrri mynd sem Jason Statham mun fara með aðalhlutverk í. Samsett mynd/mbl.is/Ásdís/AFP

Stórleikarinn Jason Statham fer með aðalhlutverk í nýrri kvikmynd sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Titill kvikmyndarinnar hefur ekki verið gerður opinber, en það er Black Bear sem framleiðir myndina. 

Verður hún kynnt í vikunni á markaðshluta Cannes-kvikmyndahátíðarinnar. 

Deadline greinir frá og segir að tökur á kvikmyndinni muni fara fram í tökuveri RVK Studios í Reykjavík. Eru þær sagðar munu hefjast í nóvember á þessu ári. Ward Parry skrifar handritið að myndinni.

Statham og Baltasar eru báðir titlaðir framleiðendur myndarinnar ásamt fleiri reyndum kvikmyndaframleiðendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan