Brynjar Morthens tryllti lýðinn sem alþýðu-Bubbi

Sonur Bubba Morthens, Brynjar Úlfur Morthens, steig á Stóra svið Borgarleikhússins á sunnudagskvöldið og flutti eitt þekktasta lag föður síns, Stál og hnífur, fyrir fullum sal. 

Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir kynnti Brynjar á svið við mikinn fögnuð sýningargesta. Hún fer með hlutverk Bubba Morthens á Egó-tímabilinu í söngleiknum Níu líf.

Brynjar stóð sig með stakri prýði og heillaði sýningargesti, leikara og föður sinn upp úr skónum enda mjög hæfileikaríkur söngvari og gítarleikari.

Bubbi birti skemmtilega mynd af þeim feðgum á Instagram-síðu sinni í tilefni dagsins.

Níu líf hefur gengið fyrir fullu húsi allt frá frumsýningu í mars 2020. Vinsældir sýningarinnar eiga sér enga hliðstæðu hér á landi og hefur hún slegið öll aðsóknarmet. Sýningum lýkur fyrir fullt og allt þann 15. júní næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjartsýni er mikilvægur þáttur í lífssýn þinni. Félagslegt flæði skapar frábær, ef ekki ótrúleg, tækifæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjartsýni er mikilvægur þáttur í lífssýn þinni. Félagslegt flæði skapar frábær, ef ekki ótrúleg, tækifæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar