Gekkst undir legnám aðeins örfáum mánuðum eftir tvöfalt brjóstnám

Leikkonan Olivia Munn er í sambandi með grínistanum John Mulaney. …
Leikkonan Olivia Munn er í sambandi með grínistanum John Mulaney. Saman eiga þau soninn Malcolm. Samsett mynd

Leik­kon­an Oli­via Munn grein­ir frá því í nýj­asta tölu­blaði Vogue að hún hafi geng­ist und­ir legnám í apríl síðastliðnum til að draga úr fram­leiðslu á kyn­horm­ón­inu estrógen. 

Munn var greind með Lum­inal B-krabba­mein í báðum brjóst­um á síðasta ári og gekkst und­ir tvö­falt brjóst­nám aðeins 30 dög­um eft­ir grein­ingu. Leik­kon­an ákvað í fram­haldi að láta fjar­lægja leg, eggja­stokka og eggja­leiðara í þeirri von um að minnka lík­urn­ar á að meinið taki sig upp aft­ur. 

„Þetta var mjög stór og erfið ákvörðun en þetta er ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið á lífs­leiðinni,“ sagði Munn við blaðamann Vogue. „Vin­ir mín­ir voru mér til halds og trausts og hug­hreystu mig þegar þurfti. Þetta var það eina í stöðunni fyr­ir mig þar sem ég þrái að sjá son minn vaxa úr grasi.“

Munn hélt veik­ind­um sínu leynd­um í lang­an tíma en ákvað að deila sögu sinni í von um að hún verði öðrum víti til varnaðar.

Leik­kon­an er á góðum bata­vegi og líður vel. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by o l i v i a (@oli­viamunn)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant