Leikkonan Olivia Munn greinir frá því í nýjasta tölublaði Vogue að hún hafi gengist undir legnám í apríl síðastliðnum til að draga úr framleiðslu á kynhormóninu estrógen.
Munn var greind með Luminal B-krabbamein í báðum brjóstum á síðasta ári og gekkst undir tvöfalt brjóstnám aðeins 30 dögum eftir greiningu. Leikkonan ákvað í framhaldi að láta fjarlægja leg, eggjastokka og eggjaleiðara í þeirri von um að minnka líkurnar á að meinið taki sig upp aftur.
„Þetta var mjög stór og erfið ákvörðun en þetta er ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið á lífsleiðinni,“ sagði Munn við blaðamann Vogue. „Vinir mínir voru mér til halds og trausts og hughreystu mig þegar þurfti. Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig þar sem ég þrái að sjá son minn vaxa úr grasi.“
Munn hélt veikindum sínu leyndum í langan tíma en ákvað að deila sögu sinni í von um að hún verði öðrum víti til varnaðar.
Leikkonan er á góðum batavegi og líður vel.