Kate Moss sögð í opnu sambandi

Kate Moss er sögð hress í ástum.
Kate Moss er sögð hress í ástum. THEO WARGO

Vinir Kate Moss segja hana aldrei hafa jafnað sig á Johnny Depp. Í dag er hún í sambandi við greifann Nikolai von Bismarck. Samband þeirra hefur varað í átta ár og er sagt mjög flæðandi og opið. Þau eru ítrekað að hætta saman og byrja aftur saman og hitta líka annað fólk.

Athygli vakti í vikunni þegar Moss var ljósmynduð leiða barnabarn reggí-stjörnunnar Bob Marley í Tyrklandi.

„Þau eru alltaf að hætta saman – en eru bæði mjög bóhem hvað varðar annað fólk,“ segir heimildarmaður nærri parinu í viðtali við Daily Mail.

„Hún er ástríðufull kona og vill alltaf vera að daðra við fólk. Menn sem eiga í sambandi við hana verða bara að sætta sig við stöðuna annars missa þeir vitið.“

„Sannleikurinn er sá að hún jafnaði sig aldrei á Johnny Depp. Hún var eyðilögð. Ég held að hún hafi aldrei náð að treysta neinum eftir það. Depp var sá sem slapp og skilgreindi ástarlíf hennar upp frá því. Sumir trúa að hún sé enn ástfangin af honum og hún hefur viðurkennt að hafa misst tökin þegar þau hættu saman.“

„Moss hélt að hann myndi giftast sér en hann sagði henni upp. Örfáum vikum eftir sambandsslitin byrjaði hann með Vanessu Paradis og þremur mánuðum síðar var hún orðin ólétt eftir hann.“

Kate Moss og Nikolai von Bismarck.
Kate Moss og Nikolai von Bismarck. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera skapandi og ná árangri þarft þú að yfirgnæfa gagnrýnisröddina innra með þér. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera skapandi og ná árangri þarft þú að yfirgnæfa gagnrýnisröddina innra með þér. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Loka