Rúrik með stórt hlutverk í nýrri kvikmynd

Rúrik svaraði fjölbreyttum spurningum fylgjenda sinni uppi í rúmi á …
Rúrik svaraði fjölbreyttum spurningum fylgjenda sinni uppi í rúmi á hótelherbergi sínu í Amsterdam. Samsett mynd

Rúrik Gíslason, fótboltamaður, leikari og tónlistarmaður, er ansi eftirsóttur um þessar mundir og með ótal verkefni í bígerð. Íslenski landsliðsmaðurinn fyrrverandi er staddur í Amsterdam við tökur á nýrri kvikmynd og segir hann hlutverkið vera það stærsta hingað til. 

Rúrik greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í gær en hann var með svokallað Q & A þar sem hann gaf fylgjendum sínum tækifæri til þess að spyrja hann spjörunum úr. 

Einn forvitinn fylgjandi vildi ólmur fá frekari upplýsingar um kvikmyndaverkefnið og önnur framtíðarverkefni en Rúrik gat ekki veitt ítarlegar upplýsingar um það að svo stöddu.

Svar hans var heldur óljóst en Rúrik viðurkenndi að þetta væri fyrsta aðalhlutverkið hans á hvíta tjaldinu og kvaðst spenntur fyrir framhaldinu. 

Rúrik hefur tekið þátt í nokkrum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum, bæði hérlendis og erlendis. Hann fór meðal annars með hlutverk í íslensku gamanhasarmyndinni Leynilöggan og sjónvarpsþáttaröðinni IceGuys. Rúrik dansaði einnig til sigurs í þýsku útgáfunni af Let's Dance. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka