Elín og Rúnar njóta sín í Cannes 

Elín Hall og Rúnar Rúnarsson brostu blítt til ljósmyndara á …
Elín Hall og Rúnar Rúnarsson brostu blítt til ljósmyndara á Cannes. AFP

Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson frumsýndi nýjustu kvikmynd sína, Ljósbrot, á kvikmyndahátíðinni í Cannes í dag og mætti á rauða dregilinn með aðalleikkonu myndarinnar, Elínu Hall. Eins og sjá má fór vel á með þeim Rúnari og Elínu á hátíðinni sem er ein sú elsta og virtasta í heimi. 

Um myndina segir í tilkynningu að Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snúist á hliðina á svipstundu. Hefst þá rússíbanareið tilfinninga þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar verða stundum óskýr. 

Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í gær og stendur yfir til og með 25. maí. Kvikmynd Rúnars er sýnd í flokknum Un Certain Regard. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir