Laufey með tónleika í Royal Albert Hall

Laufey vann Grammy-verðlaun fyrr á árinu.
Laufey vann Grammy-verðlaun fyrr á árinu. AFP

Í kvöld stígur tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir á svið í Royal Albert Hall, einni þekktustu tónleikahöll heims. Uppselt er á tónleikana en tónleikahöllin tekur rúmlega 5.000 manns í sæti. 

Breska tónlistarkonan Matilda Mann verður sérstakur gestur á tónleikunum. 

Nokkrar af stærstu tónlistarstjörnum heims hafa stigið á svið tónleikahallarinnar í gegnum árin og má þar nefna Eric Clapton, Jimi Hendrix, Adele og Tinu Turner. 

Laufey er sem stendur á tónleikaferðalagi, The Bewitched Tour, og hefur flogið heimshorna á milli síðastliðna mánuði. Næst heldur hún til Indónesíu þar sem hún kemur fram á Java-jazzhátíðinni í Jakarta þann 25. maí næstkomandi.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar