„Mikilvægasta lexían er sú að vita hvenær á að þegja“

Daniels hefur verið hamingjusamlegu giftur í 45 ár.
Daniels hefur verið hamingjusamlegu giftur í 45 ár. Skjáskot/IMDb

Bandaríski leikarinn Jeff Daniels, þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Dumb & Dumber, Terms of Endearment, Pleasantville og 101 Dalmations, segir lykilinn að langlífu og farsælu hjónabandi liggja í því að vita hvenær á að þegja og hvenær á að tala. 

Leikarinn deildi hjónabandsráði sínu með blaðamanni People á nýafstaðinni frumsýningu Netflix-þáttaraðarinnar A Man in Full. Daniels fer með aðalhlutverk ásamt þeim Diane Lane, Lucy Liu og Tom Pelphrey. 

Daniels, 69 ára, kvæntist æskuástinni sinni, Kathleen Treado Daniels, árið 1979, en hjónin hafa verið hamingjusamlega gift í 45 ár. Leikarinn fór fögrum orðum um eiginkonu sína á rauða dreglinum og sagði hana vera ástæðuna á bak við farsælan leikferil sinn.  

„Á góðum stundum og slæmum hefur hún verið jafningi minn, stærsti aðdáandi og helsti stuðningsaðili. Hún hefur kennt mér mjög margt. Mikilvægasta lexían sem ég hef lært er sú að vita hvenær á að þegja. „Mansplaining“ er sjúkdómur og lækningin felst í því að loka munninum,“ sagði Daniels.

Daniels með móttleikkonum sínum, Diane Lane og Lucy Liu.
Daniels með móttleikkonum sínum, Diane Lane og Lucy Liu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir