Sean „Diddy“ Combs sést grípa í, ýta, draga og sparka í þáverandi kærustu sína, söngkonuna Cassie Ventura á eftirlitsupptökum í myndskeiði sem fréttastofan CNN hefur undir höndum.
Myndskeiðið sem um ræðir er frá 5. mars 2016 og samanstendur af nokkrum klippum frá mismunandi sjónarhornum úr eftirlitsmyndavélum á InterContinental hótelinu í Los Angeles.
Á eftirlitsupptökunum sést Diddy ganga á eftir Ventura niður hótelgang klæddur handklæði um mittið.
Hann grípur í hnakkann á henni þar sem hún staðnæmist fyrir framan lyfturnar, kastar henni í gólfið og sparkar í hana.
Ventura sést liggja hreyfingarlaus á gólfinu þegar Combs snýr sér við og sparkar aftur í hana. Hann dregur hana þarnæst í áttina að hótelherbergi áður en hann gengur í burtu.
Ventura stendur að lokum á fætur og sést þá Combs koma aftur og hrinda henni í jörðina.
Söngkonan höfðaði mál gegn rapparanum í fyrra þar sem hún sakaði hann um nauðgun og líkamlegt ofbeldi.
Ventura og Diddy komust að samkomulagi utan dómstóla aðeins degi eftir að hún höfðaði málið gegn honum.
Ventura vildi ekki tjá sig um málið þegar CNN leitaði eftir því. Sömu sögu má segja um Combs.
A 2016 surveillance video obtained by CNN shows Sean "Diddy" Combs violently grab, shove, drag and kick his then-girlfriend Cassie Ventura during an altercation in a hotel in California. https://t.co/JrnJhWOaQt pic.twitter.com/xeRBtoGBDV
— CNN (@CNN) May 17, 2024